<$BlogRSDUrl$> Teljari

miðvikudagur, maí 28, 2003

halló

ég er ekki dauður....enn þá en djöfull þoli ég ekki fundi sem eru lengdir með óþarfa kjaftæði og sögum af börnum sem hringja í skiptiborð fyrirtækja og biðja um mömmu sína. var á einum slíkum 30. m. í morgunn sem hefði mátt taka 12,5 mín ef óþörfum sögum og þess háttar hefði verið sleppt.

gáum að því?
|

miðvikudagur, maí 21, 2003

andríki mitt hefur orðið fyrir skakkaföllum frá því ég lauk vorprófum, sem mér telst til að séu þau 23. frá því að ég hóf skólagöngu. einhvern veginn virðist hugmyndaflug og andríki tútna út í 15ta veldi þegar maður hefur ekkert annað að gera, á ekkert að gera annað og má ekkert gera annað en að lesa námsefni fyrir próf.

merkilegt. ef ég væri í félagsfræði myndi ég rannsaka til dæmis linkana á síðunni minni út frá þessum faktor. allar síður sem ég linka á eru nefnilega hálf-dauðar. skyldi það vera sú staðreynd að prófin eru búin að bloggið hefur rénað, eða hafa allit ef til vill fengið snöggt drep í hendur sem meinar þeim frá bloggi? spyr sá sem ekki veit.

ég fékk síðan sendar the concept og law eftir hart og law´s empire eftir dworkin frá amazon í gær. reyndar gekk það ekki þrautalaust að fá pakkana þar sem Íslandspósti tókst að klúðra sendingunni til mín þrátt fyrir að pakkinn væri skilmerkilega merktur :

en þrátt fyrir það sofnaði ég sem sagt sæll og glaður yfir réttarheimspeki í gærkvöldi eftir að hafa hitt auði á brennslunni. fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er auður orðinn mamma og tók hún sér frí frá mömmuvaktinni til þess að hitta mig. á meðan var dóttir hennar heima og öskraði á pabba sinn.

ég óska obbu innilega til hamingju með formannsembættið í húsfélaginu. megi hún vera farsæl í embættisverkum sínum öllum.
|

mánudagur, maí 19, 2003

Hallí allir aftur.

eins og allir góðir stúdentar tók ég mér mér blogghlé frá fimmtudegi og þangað til í dag. ástæða þess var ekki bara tóm leti og gleði yfir próflokum heldur líka að ég var ekki með netaðgang yfir helgina. bömmer

en nú er ég sem sagt mættur í vinnuna aftur eftir að hafa verið í próffríi í rúmlega mánuð.

ég sit núna hliðina á þingmannsfrú og það er ekki obba

þingmannsfrúin þessi kemur af geysi-fínum framsóknarættum í snæfells-og hnappadalssýslu og er gift verðandi félagsmálaráðherra og 1. manni á lista framsóknarflokksins á norð-vestur landi.

ég þarf endilega að kynna hana fyrir obbu því þær eiga eftir að hittast í þingveislum á bessastöðum og í opinberum heimsóknum og svona

mikið verður það nú gaman!
|

miðvikudagur, maí 14, 2003

særún er farin að kalla mig húsálf sem dreifir brauðsneiðum í lögbergi.
visslega er það rétt hjá henni að ég lét téða brauðsneið á borðið hennar. hins vegar voru ástæður þessa aðrar og meiri en þær sem felast í því einfaldlega að ég hafi verið með einhvers konar brauðterrorisma á lögbergi í hennar garð.

fyrst þurfum við að athuga nokkrar forsendur fyrst.

a) erum við til?
b) er brauðsneiðin til?
c) ég hugsa þess vegna er ég
d) ber okkur siðferðisleg skylda til þess að skilja ekki eftir brauðsneiðar á annara manna borðum
( ef við værum kant þá væri svarið hér væntanlega skilyrðislaust nei en þar sem við erum meira svona h.l.a. hart að þá þarf það að fara eftir efnum og ástæðum)

gott og vel. fyrst við erum búin að slá þessum staðreyndum föstum skulum við skoða á ástæður þess að brauðsneiðin var skilin eftir:

a) gyða setti þessa brauðsneið á borðið mitt ásamt fleiri brauðsneiðum
b) þegar ég fann þessa brauðsneið þá var gyða að læra á borðinu hennar særúnar
c) ergo sem góðum og gegnum manni fannst mér það sjálfsagt mál að skila brauðnsneiðinni aftur til eigandans þar eð ég taldi að brauðsneiðin væri hvorki res derelictae eða res perdititi
d) gyða, sem góð og gegn mannesskja og hreinlát, átti þá að sjálfsögðu að fjarlægja eigur sínar af borðinu hennar særúnar, einkum fyrst hún var með það í láni og hluturinn smitaði út frá sér
e) gyða taldi sér hins vegar ekki siðferðilega skylt að fjarlægja brauðsneiðina

og af þessu leiðir að ég gerði bæði það sem siðferðilega og lagalega rétt af mér þ.e. að skila brauðsneiðinni aftur til réttmæts eiganda. gyða er hins vegar subba að skilja slíkan hlut eftir á annara manna borðum.

|
Djöfull háir bloggleti augnpot. Það er bara ekki nokkur skapaður hlutur að gerast á þeirri síðu síðan í gær. Mætti halda að forsvarsmenn síðunnar séu bara búin í prófum.....

Mér finnst síðan að snorri morri ætti að fá sér bloggsíðu og fara að blogga. Hann hefur nefnilega oft afar skemmtilega sýn á veröldina. Hann er til dæmi mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og hefur skemmtilegar meiningar einning þegar kemur að refsingum og réttarfari í framkvæmd.

Hér með er skorað á Morrann að byrja að blogga. ÞVÍ ANNARS ER HANN KOMMÚNISTI

(fyrir þá lesendur sem eru að lesa heimspekileg forspjallsvísindi eða aðferðarfræði þá er í síðustu setningu um að ræða rökvillu, en hver er rökvillan og hvers konar rökvillu er hér um að ræða?)

|
pollýannan í mér er horfin. ég bara nenni þessum próflestri ekki lengur.


og mig langar ekki að taka próf í heimspeki á morgun né aðra morgna.|

þriðjudagur, maí 13, 2003

Ergo

(Leikþáttur)

(Sviðsmynd: við erum stödd á skrifstofu hjá verkfræðiprófessor í VR 2. Bækur og tímarit um verkfræði þekja veggina. Próessorinn situr niðursokkin við vinnu sína við skrifborð. Á skrifborðinu er líkan af hengibrú.)

(Intrat lektor í lögfræði)

lektor: Komdu sæll
próf.: já komdu nú sæll
lektor: þú ert að hanna brú sé ég.
próf: já ég er að hanna nýja hengibrú fyrir brúarstæðið yfir Jöklu.
lektor: þetta er falleg brú.
próf: finnst þér það...þakka hrósið
lekt: þú ert að hanna fallega brú en erum við í raun og veru til???"

(Exunt lektor)

Tjaldið
|
ljóð dagsins: (lagt í orð özurar og samfylkingarmanna)

Dvín hér birta, dagur styttist, déið átt'að fara.
Finn ég kossinn kaldra vara,
nú kistulok á augun stara.
|
Eitt er að minnsta kosti ljóst á þessum gríðarlega fallega vordegi: Undirritaður þarf að fara að spýta í lófana við lestur heimspekinnar til þess hreinlega að falla ekki á fimmtudaginn. Er búinn að dvelja alltof lengi í pælingum um lífið og tilveruna í stað þess að lesa fjandans efnið.

Nú verður gerð bragarbót þar á.

erlendir laganemar hafa bætt mér í linkasafnið sitt. því bæti ég þeim í mitt.
|

mánudagur, maí 12, 2003

Svo virðist sem framsóknarmenn hafi kosið að halda áfram núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, eða að minnsta kosti að sjá hvort flokkarnir næðu áfram saman varðandi málefni.

Hin pólitíska hringekja fer því ekki af stað í bráð, þótt fastlega megi búast við uppstokkun í ráðherraliði beggja flokka. Einnig má búast við því að ráðuneytum verði skipt milli flokkanna.

Ég tel ekki ólíklegt að framsókn geri kröfu um dómsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti og skipti þem út fyrir félagsmála og heilbrigðisráðuneyti. Síðan er bara að sjá hvort skipti verða höfð á forrystu ríkisstjórnarinnar


|

sunnudagur, maí 11, 2003

timburmenn gærdagsins.

Um þetta leyti eru frambjóðendur og æstustu stuðningsmenn flokkanna frá því í gær að vakna upp við veruleikann. Ekki er ofsagt að kosningarnar í gær voru sögulegar fyrir margra hluta sakir. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins er tilfinnanlegt, enda hefur flokkurinn aðeins tvisvar sinnum áður hlotið færri atkvæði en í kosningunum nú. Fylgsaukning Samfylkingar er varla hægt að kalla annað en söguleg tíðindi (sumir myndu eflaust nota hugtakið sigur hér), enda hefur flokkurinn rofið 30% fylgismúrinn og er á landsvísu álíka stór og Sjálfstæðisflokkurinn, meðan framsókn heldur fylgi sínu nánast óskertu. Slíkt hlýtur að teljast pólitískt afrek. Þriðju tíðindin sem telja má söguleg er gengi frjálslyndra á landinu. Í upphafi árs voru dagar hans taldir í stjórnmálum, en málefni þeira virðast hafa hitt í mark á landsbyggðinni og tvöfalda þeir þingmannafjölda sinn.
Núverandi ríkisstjórn heldur þó meirihluta sínum og það ríflega með fimm þingmönnum.

En hvað nú? Er þessi niðurstaða kosninganna ekkert annað en pattstaða? Hefur í raun og veru eitthvað breyst? Er líklegt að eitthvað muni breytast? Þessum spurningum er ekki auðvelt að svara, enda veltur það á því hvaða stefnu formaður framsóknar og fylgitungl hans taka. Eftir kosningar er Framsóknarflokkur milli steins og sleggju. Afar ólíklegt verður að telja að núverandi ríkisstjórn sitji í óbreyttri mynd. Ef framhald verður á núverandi samstarfi er það næsta augljóst að úrslit kosninganna kalla á breytingar. Annað hvort breytingu á kallinum í brúnni eða uppstokkun ráðuneyta, eða þá hvort tveggja. En er það vænlegur kostur fyrir framsókn?

Óánægja kjósenda með núverandi ástand virðist fyrst og síðast hafa bitnað á sjálfstæðismönnum, ef úrslit kosninganna eru rannsökuð. Framsókn heldur fylgi sínu nánast óbreyttu. Vandamál framsóknar felst hins vegar ekki í því hvort flokkurinn geti áfram átt samstarf við sjálfstæðismenn í ríkisstjórn. Átta ára samstarf þessara tveggja flokka hefur sýnt að samstarf þeirra er farsælt. Vandamál framsóknar felst í því að kjósi þeir að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, munu þá kjósendur hans hverfa frá stuðningi við flokkinn að fjórum árum liðnum. Er óbreytt fylgi Framsóknarflokks, rétt eins og stóraukið fylgi Samfylkingar vísbending um að kjósendur vilji öðru fremur að þessir tveir flokkar sitji saman í ríkisstjórn? Og eru úrslitin þá einnig skilaðboð til Sjálfstæðisflokks að kjósendur vilji hann ekki áfram í ríkisstjórn?

Allt er óljóst um þann kost hvort Samfylking og Framsóknarflokkkur gangi í eina sæng í ráðherrabústaðnum. Hitt er þó kristaltært að það verður ekki nema Halldór Ásgrímsson leiði þá ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn styddist hins vegar við naumasta meirhluta sem unnt er til þess að mynda stjórn með stuðningi þingsins. Ekki er ljóst hvernig eða hvort slíkt samstarf gengi upp og hvort meirihluti flokkanna sér í raun og veru starfhæfur og hvort einstaka þingmenn skorist undan merkjum meirihlutans ef ágreiningur verður uppi um leiðir að settu marki. Og er unnt að styðja sig við Vinstri-græna og eiga þeir í raun og veru samleið með Framsókn?

Þessum surningum er ekki unnt að svara svo fullnægjandi sé á þessum tíma. Halldór Ásgrímsson þarf að leggjast undir feld með ráðgjöfum sínum til að lesa í úrslitin. Um það bil þegar timburmenn frambjóðenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru að verða óbærilegir, standa Framsóknarmenn uppi sem raunverulegir sigurvegarar þessara kosninga. Þeir eiga næsta leik. Það er þeirra að túlka úrslit kosninganna og svara þeim spurningum sem hér hefur verið velt upp. En þar með eiga þeir líka þá kvöl að þurfa að velja.
|

laugardagur, maí 10, 2003

,,minn flokkur, hefur staðið við þau loforð, sem hann hefur gefið því fólki, sem hann hefur gefið þau loforð, um að efna áður gefin loforð"

spá mín um úrslit er því eftirfarandi:

xd 35%
xb 15%
xs 33%
xu 8,5%
xf 8,5%

nýtt afl sirka rest.

síðan þarf bara að sjá til.


|

föstudagur, maí 09, 2003

sendiherrann í mósambík hefur með orðskrúði miklu og fögrum orðum öðrum samþykkt að gefa mér tab og margarítu. þrátt fyrir það telur hann mig ekki vera réttmætan sigurvegara í gátukeppninni frægu, en býðst samt sem áður til þess að bjóða mér margaritu og stóra tab.

o jæja...það skiptir ekki meginmáli. í réttarfari hins vegar myndu þetta teljast óvönduð vinnubrögð. segjum til dæmis að a stefni b vegna þess að a kveikti í kettinum hans. a krefst þess að b greiði sér skaða og miskabætur vega þessa upp á kr 5000. aðalkrafa b væri sú að hann yrði sýknaður af kröfum a um skaðabætur gegn því að greiða honum 5000. kr. þetta ku vera aðferð sem tryggingafélög nota mikið í bandaríkjunum til þess að forðast önnur svipuð skaðabótamál hellist yfir þau sökum þess fordæmisgildis sem áfellisdómur gæti orsakað.

o jæja...það er svo sem enginn munur á kúk og skít og það er saman hvaðan gott kemur. sendiherrann fær og sérstaka viðurkenningu mína fyrir að vera orðinn sniðugur strákur og klókur í helstu trixum.

annars er undirritaður í úfnu skapi í dag, þrátt fyrir að hafa loksins drullast til að skipta yfir í sumardekk á volvo bifreið sinni. þar með þarf hann ekki lengur að forðast laganna verði af ótta við himinháar sektir.

síðast en ekki síst var stúdentablaðið með eitthvert viðtal við steina formann nemendafélagsins í hr í dag þar sem hann var að kommenta á lögmannafrumvarpið. stórsnjallt hjá stúdentablaðinu að birta vðital við þá þar sem þeir koma sínum sjónarmiðum á framfæri. hr nýtur nefnilega ekki velvildar fjármálalífsins, stjórnvalda, vina jóns steinars. síðan má alls ekki gleyma því að sökum fjárskorts og lítils ríkisframlags eiga þeir afar erfitt með að koma efni frá sér og fjármagna sínar eigin auglýsingar.

lýsi frati á stúdentablaðið fyrir svona svona vinnubrögð.
|

fimmtudagur, maí 08, 2003

h.ben telur síðu þessa vera beinlínis leiðinlega. ástæður þessa segir hann einkum þessar: 1) alls konar leiðinlegir frasar og setningar fyrirfinnast á síðunni sem hann telur leiðinlegar 2) færslur eru of langar og alltof leiðinlegar 3) mikinn galla telur h. ben að ekkert er bloggað um mat og nammi eins og augnpot gerir 4) að síðustu gerir hann þær athugasemdir að færslur síðunnar séu alls ekki fyndnar og beinlínis leiðinlegar.

við því er aðeins eitt svar. afbökun á ljóði eftir stephan g. stephansson sem hér fer á eftir ,,með þökk til allra þeirra sem lögðu gott til bloggsins míns

blogg mitt aldrei of gott var,
þeim til geðs sem heyra vilja,
þeim ég lék til þóknunar,
þegar fundum saman bar.
ég gat líka þagað þar,
þeim til geðs sem ekkert skilja.

|
,,af því að tómir eru þar,
umskiptingar og hálfvitar"


það mætti halda að ég væri hitler þessa dagana. ekki það að ég sé kominn með svart yfirvaraskegg, gangi alltaf í einkennisbúinngi þýska hersins, beri homo-erotískar tilfinningar til ungs arkitekts sem ég ætla að láta endurskapa höfuðborg nýja ríkisins míns og haldi úlfhunda.

nei ástæðan fyrir þessari firru minni er einfaldlega sú að ég virðist eiga í stríði á mörgum vígstöðvum í bloggheimum. við það verður ekki látið sitja heldur verður division wiking, og fimmti herinn hér á eftir settur í það að mala þá sem hafa gert á hlut minn.

1) sendiherrann í mósambík brigslar mér á síðu sinni í gær um að vera a) tapsár og b) mala fide í hans garð. sendiherrann er þræll formreglna og tekur formið algerlega yfir efnið. það er ekki nóg með það, heldur hefur sendiuherrann með ranglátum og ólögmætum hætti haft af mér sigurverðlaununum 9' pizzu og stórri tab og til þess að bíta höfuðið af skömminni þá viðurkennir hann að hafa gúffað í sig sjálfur verðlaunum þeim sem mér bar og sem sendiherranum bar að afhenda mér sem ótvíræðum sigurvegara gátunnar. sendiherrann stundar nú nám í stjórmnmálafræði en seint á síðustu öld hóf hann og nám í lögfræði. sendiherranum má því ljóst vera að reglur þær sem hann samdi fyrir gátu sína eru allsendis ófullnægjandi vegna: a) reglurnar voru ekki allsendir skýrar um afleiðingar þess að senda ekki svar við gátunni via emil b) hvorki í reglum gátunnar né öðrum reglum sem vísað var til kom fram að svar teldist ógilt væri því komið á framfæri með öðrum rafrænum hætti og að síðustu c) sendiherrann gætti þess ekki að sýna samningsaðila sínum tillitssemi, sem þó verður að teljast eðlilegt af honum að gera. er því ákvörðun hans sem hann hefur tekið ásamt reglum þeim sem hann hefir sett Ó L Ö G S E M A Ð E N G U E R U H A F A N D I
sendiherrann telur mig síðan hafa verið mala fide í sinn garð og logið upp á hann bókalán. þessu er hafnað algerlega og vísað aftur heim í föðurbústaðinn sem algjörlega rakalausum þvættingi og briglsum sem ekki verður tekið þegjandi. sendiherrann er því beðinn um að hætta að skæla í kjólfötin sín, afhenda mér réttmæt verðlaun í gátukeppninni og skila þeim bókum sem hann hefur haft í láni. það er nefnilega ljótt að stela hvort sem það eru kosningar, verðlaun, sigur í gátukeppni eða lausafé sem er í vörslum þriðja manns.

2) strumpurinn talar um fallega framsóknarmenn (eða einhvern fjandann) og linkar síðan á mig þar sem ég sit keikur í hnakki í hestaferð 31. janúar. sl.
við strumpinn hef ég þetta að segja: ,,hættu að angra þér stærri eg eldri menn".
alveg merkilegt þegar menn eins og strumpurinn, sem eru djúpt inviklaðir í ungliðasamtök vinstri grænna ,,sprengjum virkjanir-björgum börnunum" eru farnir að brigsla virðulegum frjálslyndum sósíaldemókrötum með anarkistiskar tilhneygingar um það að vera framsóknarmenn.
síðan hvenær hef eg stutt samvinnuhreyfinguna, talið að byggðastefna væri kúl og nauðsynleg, farið ferða minna á geit, og talað um nauðsyn þess að virkja svo meninng sveitanna fái blómstrað sem aldrei fyrr. hvenær í ósköpunum hef ég sagt það.

strumpurinn fær feitan mínus fyrir botnlaus leiðindi, sem ég nenni þó að svara. hann gæti hins vegar verið ágætur ef hann gæfi mér stundum súkkulaði.

3) augnpot hafa tileinkað mér hluta af heimasíðu sinni með þessum orðum hér:,, Af hverju bloggar Ari svona oft á dag? a)Hann hefur mikið að segja. b)Hann á kómískt lamadýr. c)Hann er fullur" alveg er það merkilegt hvernig augnpot hefur brugðist við vinsamlegum tilmælum mínum um að uppfæra blogg sitt oftar en tvisvar í viku. en nei, nei í stað þess að sjá bjálkakofann í glyrnu sér hafa þau hjóninn einblínt á tannstöngul þann sem í mínu sjáaldri finnst og snúa við vel-meinandi og kurteisislegri spurningu minni um hví þau blogga svo sjáldan.
þetta er náttúrulega ótækt með eins fínt fólk og augnpot er. að sjá það ekki að það er ekki ég sem er málefni sem þörf er á að ræða, heldur einmitt þau og vanræksla þeirra á að blogga um dagleg störf, hugsanir og langanir.
ég bið þau því lengstra orða að hvorki misvirða við mig beiðni um að þau bloggi oftar, né að þau fyllist óþarfri minnimáttarkennd, angist og bræði í minn garð vegna skoðana minna og vinsamlegra tilmæla.

4) ég held að davíð stefánsson myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að litli strákurinn í versló vitnar í hann sí og æ til þess að svala pólitískum duttlungum sínum, nú síðast með því að telja að ljóðið rotturnar eigi við um samfylkinguna. er þetta bara hægt. er það forsvaranlegt að veita svona umræðu athygli; umræðu sem gengur út á það helst að svala einhvers konar ofstopa og skefjalausri reiði í garð þeirra sem aðhyllast aðrar skoðanir en viðkomandi þykir þóknanlegt í stað þess að láta málefnin tala og staðreyndir. að lokum telur viðkomandi það vera smekklegt að spyrða síðan við vafasamar fullyrðingar ljóðum eftir davíð stefánsson. svona umræða er ekki boðleg punktur. strákurinn ætti hins vegar að kynna sér ljóðið um gagnrýnandinn eftir sama höfund. ef til vill gæti hann samsamað ljóðið við eitthvað.
|

miðvikudagur, maí 07, 2003

óskar níelsson hefur beðið sendiherrann í mósambík vinsamlegast um að skila sér áritaðri ævisögu steingríms hermannssonar ásakmt ritum jónasar frá hriflu sem han hefur haft í láni um nokkurn tíma.

ég get bætt um betur því sendiherrann einar þorsteinsson er full skuldseigur þegar kemur að því að skila lausafé sem góðir menn hafa lánað honum, sjá neðangreinda áskorun:

Áskorun:
Undirritaður Ari Karlsson, Espigerði 2, Reykjavík, skorar hér með á Einar Þorsteinsson, Sæbólsbraut 20, Kópavogi, að skila sér eftirtöldu lausafé innan 15 daga frá dagsetningu áskorunnar þessar, sem nefndur Einar hefir haft frá umbjóðenda undirritaðs í láni, skv. umboði dags 15. júlí 1998, að viðurlagðri beinni aðfarargerð að lögum sbr. XII. kafla aðfararlaga nr. 90/1989:

1. "Mein Kampf", höfundur Adolf Hitler, áritað eintak frá árinu 1932.
2. " Raschen Recht Im Dritten Reich" höfundur Alfred Rosenberg, áritað eintak frá árinu 1935.
3." Uniforms of the SS in World War II" höfundur Anas Rottberger útgefið 1956.
4 " Jud Süss" teiknimyndasaga höfundur óþekktur útgefin 1935.
5." Síðustu dagar Hitlers, höf. Hugh Trevor Roper, útgefin 1972
6." 1-9. árgangur "Íslands" rits Þjóðernisflokks Íslands
7 " Heidi" höf. Johanna Spyri, endursögð af Josef Goebbles, útgefin 1938.


Reykjavík 7. maí 2003


Ari Karlsson (sign)
Ari Karlsson

Áskorun til handa hr. Einari Þorsteinssyni
|
einar þorsteinsson er góður maður. þrátt fyrir að hann hafi dálítið skrýtnar skoðanir á hlutunum, hafi greint mig sem framsóknarmann og hafi svipt mig verðlaunum fyrir að hafa unnið sigur í gátuleiknum á bloggsíðu sinni, þá er hann samt góður maður.

einar er samt dálítið formfastur þegar kemur að því að skilgreina sigurvegara í téðri gátukeppni. að neita að viðurkenna sigur minn í gátukeppni (ég var samt sem áður ,,ótvíræður sigurvegari gátukeppninar" ) bara vegna þess að ég skilaði ekki svarinu með réttum hætti á tölvupósti heldur birti það á síðunni hérna og í gestabók á síðu einars, það er mjög líkt því þegar hæstiréttur hefur ekki heimilað áfrýjun í opinberu máli, af því að áfrýjunarfresti var lokið. fræðimenn myndu orða það svo að hér hafi formreglur vikið fyrir almennu sanngirnissjónarmiði og rétlæti. það er miður. kannski er einar ekki svo góður maður eftir allt saman.

hér með er því skorað á hann að taka ákvörðun sína til endurskoðunar og veita mér verðlaun þar sem ég er eftir allt saman ,,ótvíræður sigurvegari gátukeppinnnar", alveg eins og þessi maður hérna sem var líka ótvíræður sigurvegar í annari keppni um önnur lífsins gæði.

|

þriðjudagur, maí 06, 2003

einsikallinn, ,,eða verðandi sendiherra íslands í mósambík" hefur verið að pirra menn með getraun á síðunni sinni. ég er orðinn svo leiður á þessari getraun að hér mun ég birta svarið við henni:

konan sem mælti þessi orð var Bryndís Schram (f.1938) eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar (f. 1939) sem var þáverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Ástæða þessara orða var sú að þorsteinn átti erfitt með að vinna með ráðherrum í ríkisstjórn sinni og leysa vandamál.

þess má geta að þessarar setningar er getið í III. bindi æviminninga Steingríms Hermannssonar.
|
Hérna má sjá þau torfa pálma og hrefnu.pálmi er þessi ljóshærði. pálmi eignaðist dóttur um þrjú-leytið í dag. álætlaður komutími dótturinnar í heiminn var þó ekki fyrr en í næstu viku þar sem pálmi er að fara í próf í refsirétti og heimspeki á þriðjudag og fimmtudag.

pálmi er sem sagt orðinn ofurpabbi sem hefur í hyggju að stofna heimasíðu barnsins á barnaland.is
þeim hjónakornum plama og nínu eru færðar hugheilar hamingjuóskir í tilefni dagsins og að sjálfsögðu bið ég líka að heilsa krakkanum.

það sem er hins vegar merkilegt með þessa mynd er það að hrefna og torfi eiga líka vona á börnum, þó ekki fyrr en í haust (torfi á ekki ,,in persona" von á barni, heldur er það svava kærastan hans sem ber barn þeirra undir belti)

svaka stuð þegar pálmadóttir hrefnu-egilsxxxx og torfaxxx fara að leika sér saman. ætli foreldrarnir eigi ekki eftir að þjálfa þau upp í lögfræðilegum hugtökum og efnistökum svo sem: ,,hættið að toga í hárið á mér, þetta er valdníðsla og brot á meðalhófi" ,,ég læt pabba minn höfða miþkabótamál gegn þéð af því að þú eðt alltaf þvo vondur við mig" ,,þkilaðu méð hjólinu mínu eða ég bið þýðlumanninn um beina innþetningaðgeð í hjólið mitt aftuð" ,,þið megið ekki þkilja mig útundan, það eð þamningþbðot, ég ðifti og kðefþt efndabóta" og svo framvegis.

annars, þeim er öllum óskað til hamingju.....með verðandi og orðna erfingja

|
kominn aftur. tók mér frí í gær eftir þetta líka glæsilega próf í kröfurétti II. þrjár spurningar takk fyrir má telja það afar hæpið að jónas beinagrind sjái þá lögfræðilegu snilld sem ég fabrikeraði í svari mínu við spurningu hans: ,,segið frá helstu álitaefnum varðandi verulega vanefnd í tengslum við riftun" urrr sem sagt.

obba er góð kona. hún er ekki bara búin að taka eftir návist minni og viðveru á veraldarvefnum; hún hefur einnig linkað á mig á síðunni sinni. mikið er ég þakklátur og góður í dag vegna þessa. ég tel að þetta sé hvorki meira né minna en vendipunktur í veraldarsögunni líkt og siðaskiptin og galdrabrennur. og allt þetta þrátt fyrir að ég hafi aldrei starfað með henni obbu í vöku.

lesendum sem leiðist bendi ég á að lesa greinar þessa litla stráks í versló. það mætti halda að maðurinn væri frá vaðli, miðað við efni síðunnar.
|

sunnudagur, maí 04, 2003

flíspeysur, klossar og fjölgreindir gera grín að meintum lífsháska mínum fyrr í vetur, þar sem ég var ríðandi í hópi oratora í vetrarstormi.

ja....hvað á maður að segja. á maður að taka mark á verðandi kennara, manni sem mun móta ungviði komandi kynslóða og hlúa að því mildum varfærnum en þó föstum höndum, sem hegðar sér síðan svona???

alt="gusto" width="146" height="170" border="0">


|
loksins, loksins!

obba er loksins búin að uppgvöta tilvist mína á veraldarvefnum, en er eitthvað farinn að delera við þessa uppgvötun og telur umfjöllun mína um hana vera af kynferðislegum toga. ég vísa þessari fullyrðingu algjörlega, algjörlega til föðurhúsanna. að rugla saman heift og pirringi yfir afskiptaleysi við kynferðislegan áhuga er bara ekki í lagi....síst af öllu fyrir eiginkonu verðandi alþingismanns.

obba á náttúrulega að vita að:
a) að það er ekki tækt að rugla svona hlutum saman.
b) hún sem kona er nákvæmlega jafn merkileg og aðrir karlmenn
c) að nútíma stjórnmálamenn jafnast bara ekki á við bjarna ben
d) að mogginn var miklu betri fyrir 40 árum
e) að þegar ákveðið kona eignaðist dreng sumarið 1968, þá vantaði hönd á barn konunnar í næsta rúmi á fæðingardeildinni.
og
f) þú hefur ekki upplifað hvernig það er að vera kona, fyrr en þú hefur eignast barn.

ætli finnska skrímsl sé bara alveg hætt að blogga?


|
flíspeysur klossar og fjölgreindir voru fullir á öldurhúsarölti í gærkvöldi skv. síðustu færslu. það er reyndar ekkert nýtt hjá þeim, það er svo erfitt að ala upp annara manna börn að maður gerir það ekki ófullur.

ánægður með þessa þróun
|
fiðlarinn á þakinusegist núna vera dagfarsprúð manneskja að eðlisfari.

ætli það rigni ekki bara kennslubókum eftir þorgeir örlyggsson í kvöld???
|

laugardagur, maí 03, 2003


ég er arabi,

nema að ég sé femínisti.


|
ég er alveg að snappa á vini mínum þorgeiri örlygssyni. maðurinn semur bara þær alleiðinlegustu bækur sem unnt er að finna á jarðkringlunni....

ef fólk er niðurdregið hvort sem það stafar af pólitískum ástæðum eða vegna firringar nútíma samfélags ÞÁ MÁ AAAAAAALLLLLLLSSSSS EKKI OPNA BÓK EFTIR ÞORGEIR ÖRLYGSSON munið það bara. það gæti haft skelfilegar afleiðingar á geðheilsu og kynfrelsi manna. það þyrfti liggur við að setja nýjan viðauka við mannréttindasáttmála evrópu protocol nr. 13, article 1 "every man has the right to refuse to read örlygsson´s text books"

sé að finnska skrímsl er komið í miklu skemmtilegri hugleiðingar á heimasíðu sinni. hann er hættur að reifa finnska hæstaréttardóma en hefur snúið sér að rannsóknum á lögreglusamþykktum. það er þarft verk enda varla til réttarheimildir sem eru jafn sjaldséðar illa kynntar og almennt ókunnugar hinum almenn borgara. ú á það.

sé að svansson.net er búinn að linka á bloggið mitt. svansson er eini maðurinn sem ég þekki (kannski fyrir utan arnar þór) sem er meira samansafn af persónuupplýsingum um náungann, heldur en ég er sjálfur. ég meina það. hitti hann einhvern tímann í partíi í vetur á óræðum stað og óræðum tíma í óræðu ástandi þar sem hann þuldi í sífellu hvað ég hefði gert af mér um dagana og sagði afar áhugaerða sögu um að forfaðir minn hefði gengið undir nafninu l,,obbi ullarvöttur" af hverju man ég reyndar ekki.....en samt......góð saga.

er að ég held búinn að trakka þá sem settu helv.....myndina á bloggslóðina mína (sem reyndar er þar enn) mig grunar að jón steinar og félagar í hr ásamt stjórn lögréttu -félag-framúrskarandi-og-miklu betri-laganemaa-en-allir-aðrir-laganemar-í-heiminum-á-íslandi séu í fýlu eftir að ég bloggaði um lögmannafrumvarpið og hafi fengið félaga sína í tölvunarfræðideild til þess að planta lítilli sætri mynd á heimasíðuna mína....

þetta...er sem sagt ungt og leikur sér.
|
einhver glæpamaðurinn hefur ákveðið að vera fyndinn og sett einhverja kvensnift inn á slóðinna http: arika.blogspot.com.

ekki er úr vegi af þessu tilefni að minna á þessa grein 257. gr hegningarlaga nr 19/1940 sbr.l. 82/1998, 135. gr.sbr.l. 30/1998, 6. gr. sbr.l. 41/1973, 4. gr. kæra verður send til ríkissaksóknara strax á mánudag vegna þessa... æ æ óheppni.
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn


|

föstudagur, maí 02, 2003

gústi var að bögga bloggið mitt. hann kvað síðuna vera leiðinlega þar sem hvorki væru til staðar merkilegheit karlssonar né klám á síðunni

já einmitt, ég er bara að fara að taka gagnrýni frá manni sem er rauðhærður, sonur prests úr breiðholti og lítur í þokkabót svona út

eða ekki............
|
Update frá því síðast..

mér tókst sem sagt ekki að fara inn á síðuna hennar særúnar áðan, en hún getur þess að ég hafi hafist handa við að blogga. hún fær stóran plús í kladda...

hins vegar er ég alveg pottsjúr á því að obbu er eitthvað illa við mig

ég dreg þessa ályktun af:

a) obba las líka síðuna hennar særúnar þar sem minnst er á bloggið mitt.
b) obba minntist hins vegar ekki á síðuna mína eða linkaði á hana.
c) obba er greinilega fúl vegna stuðningsyfirlýsingar minnar í freyfaxa við framboð nýs afls eða þá að hún er enn þá fúl vegna meingjörðar í fortíð.

ég bara skil þetta ekki....það finnst eiginlega öllum fyrir utan foreldra mína, systkini, móðurömmu mína og kannski 1-150 aðra ég vera góður drengur.

|
ég held að ég hafi skapað skrímsli. reyndar er ég alltaf að skapa skrímsli, með ljótum og illa meinandi kommentum, en ég tel núna víst að ég hafi skapað skrímsli sem sérhæfir sig í dómum hæstaréttar finna. einmitt! arnar þór sem ég linkaði á í gær ef menn vildu kynna sér H 1992:86 hefur sett margar margar færslur í viðbót með reifunum og almennum fróðleik um finnska hæstaréttinn. það er greinilega mikið að gera í lestri í skuldaskilarétti!!!!

samt sem áður gott framtak hjá arnari.

obba er farinn að tala um laganema sem blogga og minnist ekki á mig. er frekar sár. gæti samt verið að hún sé enn þá í fýlu við mig síðan í menntaskólanum í helvíti (enn og aftur er ítrekað, þetta er ekki illa meint. lesið síðustu athugasemd mína um skólann til þess að fá nánari skýringar) þegar ég lét blaðasnápa fá jólakort til foreldra minna frá 1982, þar sem hún var í rauðum sumarkjól í sænsku sumri???. ég bara veit það ekki.......
|
Um nám í víðum skilningi

ég er alveg hryllilega lélegur í öllu sem viðkemur tölvum. þegar kemur að málefnum tölvunnar þá skil ég virkilega erfiðleika þeirra sem eru bleslindir en ströggla við að lesa texta. þess vegna er nauðsynlegt fyrir svona menn eins og mig að koma sér upp góðu legíói af vinum og kunningjum sem kunna á tölvur. ég hef til dæmis ekki hugmynd um hvernig ég á að setja teljara og tautglugga við hverja færslu á síðuna. það var aðeins fyrir velvild og hlýhug augnpots að mér varð kleift að linka á helstu bloggara og kunningja. það tók líka nógu helv.....langan tíma með endalausum saveum og publishum. kann þetta þó að minnsta kosti núna, en auglýsi eftir velviljuðu fólki sem skilur tölvur til þess að hjálpa mér að koma upp teljurum og öðru slíku fíneríi...

ztöð 2 sagði frá kosningafundi með öllum frambjóðendum í háskólanun í reykjavík á þriðjudaginn þar sem stjórnmálamenn fullvissuðu nemendur í hr um að þeir myndu líka fá að vera lögmenn. einmitt það....og var mikið klappað og faðmast og grátið í herbúðum hr-manna ,,yes..nú fáum við loksins að vera lögmenn líka og ganga í skikkjum guð er til og hann er réttlátur og hefur velvild á okkur vei vei vei" hefur væntanlega ómað um ríkisstyrkta ganga einkaskólans, afsakið ,,sjálfseignarstofnunarinnar".

í þessu bananaþjóðfélagi okkar taka stjórnmálamenn undir þessar kröfur þeirra af því að ,, að það er réttlætismál" (hugtakið réttlæti kemur alltaf af stað umræðum hjá fólki í pólitík) án þess að nokkur nauðsyn sé að skoða og bera laganámið saman við annað nám á norðurlöndum, hvað þá að mikilvægt sé að setja samræmdar reglur um lágmarksinntak, til þess að tryggja stoðir réttarríkisins og neytendavernd almennings.. það er sem sagt réttlætismál að vegna markaðssetningar einstakra háskóla (hr í þessu tilfelli) og af því að einstakir háskólar (hr) segjast á heimasíðu sinni ætla að útskrifa ,,framúrskarandi lögfræðinga" (,, en mamma... það stendur á heimasíðunni....þá bara hlýtur það að vera framúrskarandi!!!") að þá eigi þeir líka að fá að útskrifa lögmenn.....

ég held að ég flytji bara til danmerkur, lands smörrebrods og louis poulsen lampa. þar er að minnsta kosti í gildi undervisningsminesteriets bekendtgörelse av 21. juli nr 698/1994 om udannelse í jura paa universiteterne, á íslandi er hins vegar í gildi ,,tilskipun jóns steinars og félaga í háskólanum í reykjavík frá mars 2002, til allsherjarnefndar alþingis, um að breyta lögmannafrumvarpinu svo nemendur í laganámi háskólans í reykjavík megi líka vera lögmenn"

|

fimmtudagur, maí 01, 2003

Finnskir hæstaréttardómar...

ég minntist á finnskan hæstaréttardóm í morgun 1992:86 varðandi skiptingu í beint og óbeint tjón sbr. 67. gr laga um lausafjárkaup nr. 50/2000. upplýsingar um dóminn fékk ég hjá arnari þór, en hann er eins og alþjóð veit afar mikill áhugamaður um þýðingu skiptingar í beint og óbeint tjón þegar kemur að skaðabótum innan samninga. arnar er búinn að reifa dóminnog er áhugasömum bent á að líta þangað.

kannski ætti ég að stofna orðu þessarar síðu eins og hérna og fara að veita hana ýmsum mönnum fyrir vel unnin verkefni. samt.....ég held bara að ég sleppi því...


|
það mætti halda að ég væri bleslindur miðað við þessa síðustu færslu
|
UNDUR TÆKNINNAR

helv... finnst mér leiðinlegt nú þegar ég er loksins byrjaður að nýta tæknina í mína þágu að hafa ekki drullast til þess að gera þetta fyrr.
netið er hægt að nýta í alls konar bögg sem en fiðlarinn á þakinu sem stundar um þessar mundir nám í víólileik í hollandi hefur og sannað það áþreifanlega.

ég hef þekkt fiðlarann alltof lengi, en við sátum í sama bekk öll ár okkar í mentnaskólanum í helvíti (þetta er alls ekki illa meint eða ætlað til þess að draga úr gildi náms eða gæðum skólans, það er bara svo einfalt að ef helvíti væri menntaskóli þá væri það pottþétt mr) þar sem megnið af kennslustundum fór í alls konar bréfaskriftir með böggi rugli vitleysu og illmælgi um kennara.

fiðlarinn er fínn, sérstaklega þegar hann spilar elgar!!!.

stelpan sem var alltaf í vöku gerði alvarlega athugasemd við það að ég hefði ekki enn þá bætt henni í linkasafnið mitt. úr því verður bætt núna, enda aukast vinsældir síðunnar í sífellu. halla ógeð gerði líka athugasemd við það að vera ekki í linkasafninu, ég ætla því að bæta honum líka við safnið.

þetta er bara allt að koma.....

|
ljóð dagsins

kalt er núna kroppunum,
kalinn er á loppunum.
geng ég hér á götunum
í grænu peysufötunum.

það er sama hvað þið segið. það er töff að vera framsónarmaður og þeir komast þangað sem þeir vilja. sjá t.d. óskar níelsson sem er nýorðinn framkvæmdastjóri stúdentaráðs í khí (flíspeysu, klossa- og fjölgreindaruppeldiskenningarstofnunin við stakkahlíð) að ógleymdum stefáni boga frænda. hann reyndar fórnaði glæsilegum frama sem fræðimaður á sviði lögfræði fyrir þetta kosningadjobb og er núna að smala villuráfandi framsóknarsauðum í norðausturkjördæmi aftur í réttina

húrra fyrir framsókn!!!!
|
var að lesa fyrningu eftir ólaf lárusson í gær. kallinn er reyndar þrælskemmtilegur þrátt fyrir að hafa aldrei skrifað óþarft orð í skrifuðum texta sem hann lét frá sér. skál fyrir minningu hans!! sérstaklega skemmtilegt að vita til þess að skv lögum um fyrning skulda og annara kröfuréttinda að þá fyrnist ofgreiddur ómagastyrkur úr sveitasjóði á 20 árum. hver segir síðan að lögin séu ekki í takt við nútíma samfélag!!!!

ég er farinn að halda að enginn í nýju blokkinni okkar sé undir 65 ára aldri; hef að minnsta kosti ekki séð neinn undir fertugu í langan tíma. sameignin ber þess líka virkilega merki; saumavélar, rokkar, gamlir stólar, heklaðir dúkar, plastpálmar, myndir af barninu með tárið og blómamyndir bjakk..... ef til vill er samsæri í gangi hjá öllum 65 ára gömlum íbúum hússins, að láta alla undir þeim aldri hverfa smám saman. sem sagt: ég verð að fara að passa mig á því að regnhlíf með silfurskafti verði ekki brugðið um hálsinn og mér rikkt bak við plastpálmann og hverfi síðan.......sporlaust.

annars er ágæt stemmning á lögbergi núna. reyndar er borðið mitt að yfirfyllast af einhverju drasli svo ég verð að fara að taka til á þvi. sörg og bigrún eru að ég held mættar, að minnsta kosti heyrði ég stöðugt hvísl úr áttinni þar sem þær sitja í að minnsta kosti einn tíma. ég hef sem sagt óbeina sönnun fyrir því að þær séu mættar.

kíkti í kaffi til töff áðan. við vorum aðallega að bera saman bækur fyrir prófið, og segja honum frá finnskum hæstaréttardómi 1992:86 um skiptingu milli beins tjóns og óbeins tjóns. ég veit reyndar að það hljómar leiðinlega, en þar sem það eru líka laganemar sem lesa þessa síðu að þá verð ég að gera þeim líka til hæfis. krakkar kíkið því á þennan finnska dóm!!!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?