<$BlogRSDUrl$> Teljari

miðvikudagur, júlí 23, 2003

12
|
Flíspeysur klossar og fjölgreindir hafa bara verið með bölvaða stæla upp á síðkastið á bloggi sínu og verið að skíta í undirritaðan í gríð og erg og það þrátt fyrir að honum hafi verið gefnar tvær pulsur og ein lítil kókómjólk sl. mánudagskvöld. Í nýjustu færslu sinni bera flíspeysurnar mér það á brýn að ég vilji ,,stéla bókum" svo ritháttur klossanna sé notaður. Og það er rétt hjá blessuðum klossunum ég hef ágirnd á bókasafni hans, sérstaklega þegar kemur að landbúnaðarsögu framsóknarflokksins, og ævisögu Sveinbjörns í Kúld þegar hann sigldi yfir brim og boða til þess að afla fátækri fjölskyldu sinni í Fitjakosti vista á jólaföstunni. Fjölgreindir eru hins vegar nýtnir menn og praktískir. Fyrir nokkrum árum keyptu þeir Fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur á ,,góðum díl-segi ekki hvar mossat, mossat, MOSSAT". Þessar bækur fóru svo afskaplega vel í hillu að fjölgreindir stóðust ekki freistinguna; fóru með höndina í kökubaukinn og gæddu sér á forboðnum rjómanum. Ekki spillti fyrir að forlátaplastumbúðir voru vafðar um hverja bók sem verja þær frá ryki og öðrum óþarfa. Það fannst fjölgreindum töfrum líkast enda óþarfi hinn mesti að lesa bækurnar, bara horfa í hillusamstæðuna áhyggjulaus um að einhver eða hverjir káfi eða kámi leðurinnbundna bókakilina. Það er útlit bóka sem mest er um vert og guðdómlegt plastið þar utan um.

Bókasafn fjölgreindra er einnig kapítuli út af fyrir sig. Aldrei fyrr í veraldarsögunni, hafa svo margar skrýtnar bækur, komið svo margar saman, á sama tíma, í sama rúmi. Flíspeysurnar eru nefnilega þannig gerðar að þær hafa áhuga á fjöldamörgu allt frá búðingstertugerð til stjórnunar sjóskipa og frá sex eintölum af Íslandssögu Hriflu-Jónasar til Morðsins á fæðingardeildinni-skuggalegur maður eftir Mary Higgins.

Klossarnir, sem vilja af einhverjum annarlegum hvötum, að kallaðir séu sérann er enda fluttur í hverfið mitt gamla hvar bernskuskónum sleit ég. Kallar hann það meira að segja prestsetrið og hefur í hyggju að sitja með billiard pípu við týru skrifborðslampa og lesa um afrek samvinnuhreyfingarinnar og framsóknarflokksins á köldum vetrarkvöldum við hillusamstæðuna góðu. Flíspeysunum er óskað innilega til hamingju með nýtt og glæsilegt afdrep.

Annars er þó nokkuð liðið síðan ég færði síðast inn á þessa síðu og margt hefur á daga drifið frá því að kvefpest ætlaði mig lifandi að drepa. Um síðustu helgi var haldið í Gokart og verður að segjast að það er það skemmtilegasta sem undirritaður hefur brallað í allt sumar (þrátt fyrir að Torfi, Benni, Plami og Gústi hafi allir svindlað í kappakstrinum). Á eftir var síðan hangið á stórglæsilegum palli fyrir utan hýbýli Plama í Hafnarfirði, en framkvæmdum við pallinn er nýlokið. Fæst orð hæfa þegar lýsa skal kvöldinu en meðal eftirminnilegra setninga sem flugu má nefna þessar ,,Basssstarður" (Benni við Gústa) ,,Nei...nú skiptum við um drykkjuleik þetta er í fjórða skiptið sem ég þarf að drekka " (Torfi eftir að hafa fallið á eigin bragði) ,,Sorrý Pálmi, mér þykir vænt um þig og allt en ég ætla að gefa Gústa þrjá sopa" (Benni) ,,Þetta eru barnagallar strákar" (stelpan í Gokart) ,,I've got to leave old Durham town" (kórinn á 9. bjór) ,,ég er bara svo fudlur að ég get ekki blásið" (Gústi í drykjuleik) ,,Skálum fyrir Árna á ættarmótinu" (Allir oft um kvöldið.|

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Fimmtudagur.

Ég er með kvef

Því blogga ég.
|

föstudagur, júlí 04, 2003

Helgin. mart fleira og kurt wallander...

AF sakið bloggleti mína þessa síðustu og verstu daga. Ég haf verið afar upptekinn við bankastörf um mánaðarmót ásamt því að lesa krimma eftir Henning Mannkel. Það er bara jette gaman, enda er hann sænskur og skrifar um Kurt Wallander lögregluforinga í Ystadt á Skáni (sumir lítt-sigldir lesendur mínir gætu ef til vill haldið að ég hefði skrifað á Spáni, en nei Skánn er í Suður-Svíþjóð). Upphaflega byrjaði ég að lesa um Wallander á íslensku, færði mig síðan yfir í ensku og er núna að lesa eina bók á sænsku.. og skil bara skratti mikið í sænsku.....det er härrligt.

Um helgina þarf ég að vökva lífsblómið ásamt góðu fólki....

PS. Ég ítreka þá tilkynningu að Stefán Bogi er á lausu. Hann er afar skemmtilegur 23 ára gamall framsóknardrengur með marga góða kosti svo sem afar mikið drykkjuþol og er að austan og þar af leiðandi fjallmyndarlegur. Ólofuðum kvenkyns lesendum síðunnar er bent á að hér er um sjaldgæfan feng að ræða sem ekki borgar sig að láta fram hjá sér fara.


|

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Fréttatilkynning!

Undirritaður varð fyrir mikils háttar áfalli síðdegis í gær. Hann var formlega skipaður skiptastjóri og umboðsmaður framsóknarmannsins Stefáns Boga Sveinssonar, Kleinunni, 700 Egilsstöðum við skilnað og búskipti hans og Margrétar Urðar Snædal, ættaróðalinu Skjöldólfsstöðum, 701 Jökuldal, en Stefán tilkynnti undirrituðum um skipunina og að leiðir hjónakornanna hefðu skilið þá í fyrri viku.

Undirritaður fann fyrir þó nokkurri tómleikatilfinningu þar á eftir eins og hann hefði glatað einhverju sem ALDREI ALDREI ALDREI kæmi til baka, svona rétt eins og þegar hans fyrsta ást hvarf honum forðum daga. En eftir skamma stund fann undirritaður það út að hann hefði bara ekki glatað einu og neinu. Fríríkið Jökuldalur og ággggrleg ágggggramótabgrrrenna bæjarhúsanna í dalnum mun ekki breytast; það eina sem verður öðruvísi er að væntanlega verður ekki lengur hringt í síma undirritaðs seint um nætur og spurt drukkinni stúlkurödd ,, þetta er ugggug eggg bogggi nokkuð með þéggg".

En sem sagt undirritaður hefur hafist handa við að skipta búinu og gerir þá kröfu að í hlut Stefáns komi meðal annars nafnspjald hans úr Gettu Betur á þeim árum sem hann var Gettu betur Gimp, Ævisaga Winstons Churchills, skóðsíður svartur leðurfrakki sem nefndur er Heinrich ásamt appelsínugulu ponsjói, ævisaga Eysteins Jónssonar þrjú bindi árituð af Eysteini og Villa frá Brekku, Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis höfundur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, glósupennasafn Stefáns Boga og ólokið verk hans um dóma í félagarétti.

Að síðustu er hér birt smáuaglýsing þess efnis að Stefán Bogi er genginn í F.E.K.L (félageinhleyprakarlmannaílagadeild) og óskar eftir athygli stúlkna, ástúð og jafnvel einhverju öðru til þess að hugga í ástarsorg. Fyrri börn engin fyrirstaða.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?