<$BlogRSDUrl$> Teljari

þriðjudagur, september 30, 2003

Bref fra Århus nr. 1.

Lesendur sidunnar ( ef einhverjir eru eftir) eru bednir afsøkunar a theirri pennaleti sem hrjad hefur mig sl. tvo manudi. Ef til vill afsakar thad mig ad koma ser fyrir i nyju landi er afskaplega timafrek vinna og thau praktisku vandamal sem spretta upp i sifellu virdast bara engan enda ætla ad taka. En nog um thad.

Nu er sem sagt kominn timi til thess ad færa æsispennandi glaumgosaliferni mitt til bokar og skal thad gert med stæl. Århus toku ekkert serstaklega vel a moti mer thegar hingad var kominn laugardaginn 30. agust sl. Thrumur og eldingar foru um himininn og rigning sem medlæti og svona til thess ad toppa skemmtilegheitin tha gleymdi Ørn felagi minn, sem er ad læra ad verda lytalæknir her i Århus, lyklunum ad ibud sinni i gluggakistunni sinni heima a Islandi. En ekki var tho astæda til ad ørvænta thvi medleigjandi Arnar, sem kemur einhvers stadar ofan af josku heidunum, er margverdlaunadur skataforingi, saxafonleikari og mikill addaandi alls matar sem er nogu djøfulli feitur, hlaut nu ad vera heima eda eins og Ørn sagdi rett thegar atti ad dingla bjøllunni: ,,Skatinn hlytur ad vera heima, hann er alltaf heima, alltaf". En nei ad sjalfsøgdu var skatinn ekki heima, heldur akvad ad eyda helginni med fjølskyldu sinni einhvers stadar a josku heidunum og sagdist koma heim daginn eftir. Annars til thess ad gera langa søgu stutta tha gistum vid Ørn thessa nott hja kærasta Ragnheidar tvibura og gamals skolekammerat ur MR eftir mikla og langa barninga vid ad utvega okkur gistingu i Islendinganylendunni.

Nylendan ja...her er gjørsamlega allt utvadandi i Islendingum sem er bara helviti skitt, thar sem ekki er hægt ad taka gamla utlandatrixid og tala illa um næsta mann a islensku, thad eru svo yfirgnæfandi likur a thvi ad vidkomandi kæmi ur Hunavatnssyslunum ad thad er bara faranlegt. Hins vegar er daninn ekkert alveg ad skilja islenska drykkjusøngva a dønsku svo sem ..det var brændevin i flasken da vi kom" og vill meina ad thetta se ekki danska heldur bara eitthvad annad. Danir eru annars finir svo sem afgreidslukonan i UNI kiosken her vid haskolann sem segir alltaf: ,,ellers andet" og er ordin thekkt i koloniunni fyrir ad heita bara ellers andet enda veit ekki sala hid retta nafn konunnar eda hvort hun yfir høfud heitir eitthvad. Danirnir herna i haskolanum eru svo sem lika storfinir, en tho koma svona einstaka klisjur inn a milli.

Danirnir hins vegar a kolleginu sem eg by a eru hins vegar ekki finir. Their eru ekkert annad en tilkynningaskrifandi glæpamenn. Og vegna hvers ju 1) Einhver a thridju eda fjordu hæd kollegisins eydilagdi thrjar ryksugur um daginn- og nu spyr ef til vill einhver sig hvernig- med thvi ad ryksuga upp harlufsur i vatni upp ur vaski sem var stifladur.
Nu var hatid hja tilkynningaglødum dønum, ekki hafdi komid svona mikil hatid sidan einhver lagdi hjoli vid hlid hussins sem kalladi a mørg og leidinlegt skilabod. Ad sjalfsøgdu voru komnar upp margar tilkynnigar upp um alla veggi skreyttar Winart myndum ymis konar um ad vidkomandi skemmdarvargur ætti ad gefa sig fram ad ødrum kosti thrftu allir adrir skiptinemaleigjendur a thridju og fjordu hæd ( thad athugast ad danir sem bua eingøngu a 1. og 2. hæd stunda ad sjalfsøgdu ekki skemmdarverk a heimilstækjum og thvi eiga their ekkert ad taka thatt i kostnadi) yrdu rukkadir um kostnad thriggja nyrra ryksuga. Ja einmitt og thad thratt fyrir ad hvergi i leigusmaningi minum og glæpamannana standi stafkrokur um thad ad eg beri solidariska hlutlæga abyrgd a thvi sem adrir eydileggja 2) Their eru ekkert ad hafa fyrir thvi ad senda girosedla fyrir leigunni, en hota hins vegar leigjendum ef leigan er ekki greidd. Enda kl. 0900 a morgunn fer eg beint a skrifstofuna byd fram greidslu i reidufe, gegn kvittun, en beiti ad ødrum kosti reglum krøfurettar um vidtøkudratt. 3) Mer likar ekki vid tha...punktur.

Uff....nu nenni eg ekki ad skrifa meira um glaumgosaliferni mitt en bæti kannski einhverju vid a morgunn
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?