<$BlogRSDUrl$> Teljari

þriðjudagur, október 21, 2003

7. bref fra Århus.

I dag er eg ad undirbua Bandarikjaferdina ogurlega sem hefst um 6 i fyrramalid a dønskum sumartima ( thegar eg kem aftur verdur kominn vetrartimi svo eg missi af theim hryllingi ad thurfa ad flyta klukkunni um einn tima einhvern morguninn). Undirbuningur ferdarinnar hofst af fullum krafti i gær thegar eg for i Danske Bank og veksladi dønskum kronum yfir i dollara. Thurfti ymsar formælingar og kunnatrix til ad fa ,, rejse valuta" hja gjaldkeri bankans- en eins og althjod veit tha er eg liggur vid ,,uddaned" bankarefur svo madur thekkir trixin svo sem: ,, har banken noget imod nye kunner og er forretning ikke en del av bankens policy" svo einn tveir og bingo 150 USD lagu a bordinu.

I dag verdur sidan storthvottur a føtum eftir ferdaadferd modur minnar, en hun hefur fyrir løngu kennt mer ad thad er hluti af godri ferd ad vera alltaf a sidustu stundu med allt og thad ad sofa adur en lagt er af stad er bara humbukk og vitleysa.

Um helgina var haldid til Khafnar (Køben) thar sem Halldor Benjamin var i heimsokn hja Olafi Gauta. Var ymislegt brallad thratt fyrir thynnku thattakenda og endadi kvøldid afskaplega glæsilega i uthverfinu Nærum thar sem fyndid thotti ad detta yfir handrid a hringstiga og cirka 1,5 halfan metra nidur a golf vid dynuburd. Ad minnsta kosti fannst Halldori thad vera fyndid ad sja mig hlunkast nidur-svona thegar buid var ad ganga ur skugga um ad eg væri nu ekki halsbrotinn.

Thar sem flugferdin fra Khøfn til New York tekur um 8,5 tima synist mer ad eg nai loksins ad klara høfudrit dansks skadabotarettar: ,,Advokaters erstatningsansvar" eftir Søren Halling-Overgård en hann er lagapafi og løgmadur her i Århus og kennir einmitt kursinn professionsansvar. Mikill lettir verdur thad annars.

A heimasidu Stefans Einars www. stefaneinar.com se eg ad hann er ordinn aheyrnarfulltrui a Kirkjuthingi. Tha er bara ad bida eftir thvi ad hann verdi rekinn ur kirkjunni fyrir ad gripa fram fyrir hendur biskups eda almenna valdasyki, eda tha ad ,,feministakellingarnar" kjosi hann ekki i stjorn basarsfelags Domkirkjunnar.
Fyrir tha sem hafa gaman af takmørkudu folki er Stefaneinar hreint og beint must.

Violuskrimsl er lika med hrikalega fyndinn pistil um hollensk kaffibod i dag thar sem hun kvartar saran yfir nisku hollendinga og rugli. Mæli med thvi

|

fimmtudagur, október 16, 2003

6. bréf frá Aarhus

Eftir gestakomu síðastliðinna daga er ég aftur orðinn einn- og þar að auki í ,,efteraarsferie". Því miður sé ég mér ekki fært að fagna þessu fríi með óhóflegri bjórdrykkju og skiptinemalátum sökum anna við lærdóm en í næstu viku fer ég til New York í sex daga svo halda verður vel á spöðunum fyrst taka sér á frí þá. Auk þess var tekið þó nokkuð á því með gestum vikunnar svo ekki er hægt að segja að ég sé illa haldin af ofþurrki.

Í nótt frysti í fyrsta skipti hér í Aarhus í vetur og hér er mun kaldara heldur en heima-svo kalt að ég sá mig tilneyddan til þess að kaupa mér úlpu til þess að verjast þessu alkuli. ´Hefur slíkt ekki komið fyrir í ár og daga.

6. bréfi er því hér með lokið enda lítið að frétta-félögum mínum í próflestri heima sensi ég baráttukveðjur og vona að þeir séu ekki að narta í hnéskeljarnar og grenja af stressi.


|

þriðjudagur, október 14, 2003

5. bref fra Århus

Eftir gestagang um helgina og afar thetta dagskra mun lifid aftur komast i fastar skordur thegar flispeysur klossar og fjølgreindir aka. eg er i hreppsnefnd-dinni aka. Oskar Nielsson kennaraskolapiltur mun hverfa heim til Islands i ruglid og vesenid aftur. Undirritadur tok a moti Oskari thar sem hann kom med lestinni fra Ålborg via Randers kl 12:56 a sunnudag. Kvadst Oskar vera hins vegar nokkud slæptur og threyttur eftir samnorrænt pannorrænt kennaranemafylleri kvøldinu adur thar sem Oskar søng allar thær ættjardarvisur og thjodløg sem samin hafa verid-og osamin- heima a Froni.

En sem sagt vid komuna herna tholdi Oskar illa thann heraga sem hann var settur undir asamt miskunnarlausum safna og skodunarferdum ( sem folust i thvi ad labba strikid og kikja a hernamssafnid sem er afskaplega sætt litid safn) Vid heimkomu kl. 1700 var buist vid okkur i kvøldverdarbod hja Ragnheidi tvibura og Gumma eiginmanni hennar kl 1830 og bad Oskar leyfis ad fa ad leggja sig i ,,svona eins og 15 min". Eins og althjod veit lifa storir menn oft vid annad timaskyn en their sem minni eru og pervisnari, en lur thessum lauk kl 1200 daginn eftir. Oskar missti thvi ad kvøldverdarbodi sem tho var haldid honum til heidurs.

Meira ekki i bili...timinn er afstædur og ekki mikid af honum til skiptanna i bili


|

fimmtudagur, október 09, 2003

4. bref fra Århus

Haustid er komid til Århus og nuna er alika hitastig her eins og heima i byrjun september. Meira ad segja er nistandi vindur herna uti svo ekki er thørf a thvi ad sakna nordangarrans heima, thott vindurinn hedan komi ekki ur nordri heldur einhvers stadar annars stadar fra.

I næstu viku er sidan kennsluhle eda haustfri eins og tidkast hja øllum sidmenntudum thjodum, thar sem menn geta pustad øgn adur en gedveiki profanna hefst. Slikt thekkist ad sjalfsøgdu ekki heima a Islandi stappar slikt thvi næst ad vera leti og omennska.

Annars er allt gott ad fretta og gaman og einfalt lif i skolanum, sem mer skilst ad se ekki malid hja feløgum minum i løgfrædi heima. Thar er vist allt ad verda vitlaust medan eg drekk Tuborg a virkum døgum an nokkurs samviskubits og dutla mer vid lestur.

Nuna um helgina er sidan nokkud um heimsoknir en sjalfur Arnar Thor II. konungur af Kaupmannardeild Orators og hertogi Odensedeildar og Århus mun koma i opinbera heimsokn til landshøfdongjans her. ( sem sagt eg) Hefur Arnar Thor II. gefid thad og ut ad hann muni koma serstaklega med nyja stjornarskra fyrir Århusdeild Orators sem hann hefur personuega samid og thar sem kvedid verdur nanar a um stødu deildarinnar i stjornskipulagi konungsdæmisins. Er stjornarskrain sidan ad søgn ritad a umbudabref utan af Steff Houlberg pylsu med appelsinugulum yfirstrikunarpenna. Mun stjornarskra thessi ad sjalfsøgdu vera vardveitt i skjalasafni Orators vid heimkomu mina i desember.

Arnar Thor II. hefur i hyggju ad heimsækja æskuslodir sinar i yfirstettarhverfinu Brabrant en thar davldist hann i sumarskola a 9. aratugnum. Sidan verdur kikt i Marseliusarborg, sumaradsetur danadrottningar i lettan hadegisverd. Ætli sidan verdi ekki bara fylleri.

Ad lokinni heimsokn konungsins kemur hins vegur ønnur alika merkileg persona i heimsokn sjalfir flispeysur, klossar og fjølgreind, aka. eg er i hreppsnefnd-dinni aka Oskar Nielsson kennaraskolapiltur, en astæda thess ad hann er lika merkilegur er su ad hann setur i fjøldamørgum nefndum og einhverju thannig heima. Oskar er lika fyndinn og ætlar ad skemmta studentnum sem dvelst svo langt i burtu fra heimaslodum, aleinn og vinalaus i okunnu landi sbr David Stefansson ,, Utlægur geng eg/ einn og vegamodur/ um eydisand /a hvorki frændur/ foreldra ne brodur/ ne fødurland." tralalala og svo framvegis.

Søkum thessara merkilegu heimsokna for eg i danska rumfatalagerinn og keypti uppblasna tjalddynu....svona er øll dyrdin. Annars er helgin ad ødru leyti oakvedin en eitthvad skemmtilegt verdur gjørt.

Reyndar ma bæta thvi vid ad Århus bidur spennt eftir fædingu frumburdar Torfa Ragnars Sigurdssonar stud. jur og kærustu hans Svøvu. Er Århus ordin nokkud otholinmod, enda var fædingin ad hefjast thegar Island var yfirgefid i endadan agust sl. Nyjustu frettir herma ad eitthvad gæti gerst a næstu døgum.

Thangad til bless
|

þriðjudagur, október 07, 2003

3. bréf frá Aarhus.

Á frelsi.is skrifar ritstjórinn einstaklega áhugaverða grein um hið svokallaða drengsmál eða Hvítastríðið í Reykjavík 1921. Mál þetta snerist einfaldlega um það að Ólafur Friðriksson þá ritstjóri Alþýðublaðsins kom með rússnenskan dreng með sér heim haustið 1921. Ólafur, sem var jafnan kallaður ,,bolsi" var á þeim tíma talinn tilheyra róttækari armi Alþýðuflokksins, enda klauf hann sig skömmu síðar úr flokknum.

Við komuna til Reykjavíkur eða skömmu eftir hana tók Ólafur eftir því að það vætlaði úr augum drengsins og fór hann með hann til augnlæknis. Á þeim tíma voru aðeins starfandi tveir augnlæknar í Reykjavík. Læknirinn greindi drenginn með augnsjúkdóminn Trachoma sem á þeim tíma var talinn smitandi, en ekki bráðsmitandi og var þar að auki talinn læknanlegur. Augnlæknirinn skv. embættisskyldu tilkynnti landlækni um skoðunina og var það skv. mati augnlæknisins sem drengnum var vísað úr landi.

Ólafur Friðriksson taldi hins vegar að hér væri um pólitíska aðför á hendur sér og neitaði að láta drenginn af hendi þegar yfirvöld hugðust sækja hann og Ólafur ásamt skoðanabróður sínum Hendriki Ottóssyni hugðust verjast þessari ,,aðför stjórnvalda" á hendur Ólafi. Smalaði Hendrik saman allgóðum fjölda verkamanna og annara og brátt safnaðist mikill mannfjöldi á Suðurgötu fyrir framan heimili Ólafs. Þar hélt Hendrik ræðu yfir mannfjöldanum sem hófst eitthvað á þessa leið: ,,Við sem hér erum stödd metum mannúðina meira en hegningarlög".

Lögregla bæjarins var fámenn og vanbúin til þess að mæta aðstæðum sem þessum. Lögreglustjóri, Jón Hermannsson þótti vera prúðmenni hið mesti og samviskusamur embættismaður. Hann skipaði mönnum sínum að fara í Suðurgötu og ná í drenginn en það reyndist hægara gert en aðeins að segja það. Kom til þó nokkurra ryskinga milli lögreglu og mannfjöldans og beið lögregla algjöran ósigur, enda við ofurefli að etja og lögregla óvopnuð. Voru sumir lögreglumenn sárir eftir viðureignina og eitthvað líka af almenningi sem hafði varið heimili Ólafs.

Dómsmálaráðherrann, Jón Magnússon, embættismaður af gamla skólanum og lengi þekktur fyrir að vera seinþreyttur til vandræða og seinn að taka ákvarðanir, var hins vegar ekkert að tvónóna við hlutina þegar honum var sagt að lögreglu hefði ekki tekist að sækja drenginn heim til Ólafs. Skipaði hann lögreglustjóra að reyna aftur en hann taldi það ekki vera unnt eins og á stæði, mannfjöldinn væri of mikill og hluti liðsins sár. Ákvað dómsmálaráðherra að setja þá um stundarsakir lögreglustjóra í staðinn og varð fyrir valinu Jóhann P. Jóhannsson sem var sjóliðsforingi frá danska sjóhernum. Þessi skipun dómsmálaráðherra var hins vegar ekki í samræmi við þágildandi lög um löggæslu þar sem lögin buðu að lögreglustjórar skyldu vera með embættispróf með lögfræði. Í ljósi málsins hins vegar má væntanlega telja að hér hafi verið um neyðarráðstöfun um að ræða-og aðeins um stundarsakir.

Hinn nýji lögreglustjóri myndaði þegar í stað varalögreglu og bauð út yfir hundrað manns til þess að starfa sem aðstoðarmenn lögreglu. Þar mátti finna slökkviliðsmenn og meðlimi skotfélags Reykjavíkur ásamt ýmsum öðrum og var hin nýja varalögregla vopnuð og þjálfuð í vopnaburði fyrir viðureignina um drenginn.

Þegar til kom gekk hins vegar að mestu vandræðalaust að ná drengnum enda ekki lögreglan orðin fjölmenn og vopnuð, en í viðureigninni sjálfri var ýmislegt af persónulegum munum Ólafs eyðilagt eða skemmt og þeir sem staðið höfðu að uppþotinu handteknir og færðir í varðhald í Hegningarhúsinu.

Guðmundur Svansson hefur síðan gert ágætlega grein fyrir pólitísku andrúmslofti sem ríkti í Reykjavík og umgjörð málsins, sem ritsjórinn virðist ekki hafa talið vera þörf á.

Hins vegar eru það lok greinarinnar sem telja verður að sé afar vafasöm. Ristjórinn segir: ,,Raunin er sú að í málinu var tekist á um þá grundvallarreglu réttarríkisins að til þess bær stjórnvöld skuli halda uppi lögum og reglu. Ólafi Friðrikssyni og fylgismönnum hans varð ekki kápan úr því klæðinu að hafa lög og rétt að engu. Framganga Jón Magnússonar og forsvarsmanna heilbrigðis- og lögreglu-yfirvalda er góð lyndiseinkunn þessara staðföstu manna. Er engum blöðum um það að fletta að svo einarðleg framganga stjórnvalda við löggæslu hefur orðið til þess að renna styrkari stoðum undir réttarríkið Ísland.

Þar sem ritsjórinn dásamar einarðlega framgönu stjórnvalda við löggæslu sem orðið hefur til þess að renna styrkari stundum undir réttarríkið Ísland hefur hann vart unnið heimavinnu sína. Að öðrum kosti hefði hann væntanlega einnig minnst á þá staðreynd að þeir aðilar sem handteknir voru fyrir brot gegn valdstjórninni, þar á meðal Ólafur sjálfur voru hafðir í varðhaldi á þriðja sólarhring, án þess að vera færðir fyrir dómara til þess að kveða á um lögmeæti handtöku þeirrar og grundvöll áframhaldandi frelsissviptingar. Slíkt var á þeim tíma skýrt stjórnarskrárbrot, enda bar að leiða handtekinn mann fyrir dómara sem allra fyrst skv. þág. stjórnarskrá. Í annan stað kom í ljós að sími Ólafs hafði verið hleraður án þess að fyrir lægi dómsúrskurður þar um. Hins vegar útvegaði bæjarsímastjóri sér úrskurð um hlerun, eftir á þegar eftir því var leitað, Hið þriðja sem telja má undarlegt var að Kristján X. náðaði alla sakborninga málsins, skv, beiðni stjórnmálamanna, eftir að dómur Hæstaréttar var fallinn.

Umræða um réttarríkið Ísland og að þetta mál hafi styrkt stoðir þess er því í hæsta máta ósmekkleg. Og líklegast er það þá einnig ósmekklegt að fagna úrskurði í dag, sem snerist um það að vísa átti munaðarlausum dreng úr landi vegna fáfræði og hræðslu lækna við tiltölulega meinlausan sjúkdóm. Enginn efast heldur um það að úrskurðir dómsmálaráðuneytisins um að meina gyðingum á flótta undan Hitler landvist og senda þá aftur til Þýskalands hafi verið byggðir á fullnægjandi lagaheimild, en ég efast stórlega um að nokkur maður í dag myndi verja þá gjörðir ráðuneytisins í dag eða telja að þeir hafi rennt styrkari skoðun undir réttarríkið. Þeir gyðingar sem vísað var á brott héðan til Þýskalands enduðu sumir hverjir sitt í útrýmingarbúðum Þjóðverja. Slík örlög biðu einnig Natans Friedmans drengsins sem hér var 1921, að öllum líkindum endaði hann einnig líf sitt í útrýmingarbúðum, en um áratug fyrr kom hann til Íslands sem fullorðinn maður til þess að heimsækja Ólaf og fjölskyldu. Þá fór hann til augnlæknis hér heima í augnskoðun og var það niðurstaða læknisins að hann væri ekki haldinn neinum smitandi augnsjúkdómi og fékk ekki heldur séð merki um neinn sjúkdóm áður.

Samkvæmt grein Snorra Stefánssonar á frelsi.is má þá ef til vill leiða að úrskurður, jafnvel þótt hann sé rangur, leiði í öllum tilfellum til þess að renna styrkari stoðum undir réttarríkið, eða hvað?
|

fimmtudagur, október 02, 2003

2, bréf frá AArhus.

Daninn er að sleppa sér í raunveruleikasjónvarpi. Í kvöld er til dæmis þátturinn Big brother sendur út frá kl 2000 til kl 2 í nótt. Síðan má alltaf kíkja á hvaða leiðindi eru á DR 1 eða 2 en fyrir ókunnuga þá er þap rúv þeirra dana. Á DR virðist hins vegar aðeins vera send út botnlaus leiðindi um allt milli himins og jarðar og er RÚV heima eins og svæsin einkastöð miðað við danska frænda. Úff,

Annars er lífið í AArhus sem stendur ágætt, að minnsta kosti er ekki rigning og Daninn er nýbúinn að lækka áfengisgjald um 47%. Ekki leiðinlegt það, fyrir glaumgosa eins og mig.

Í gærkvöldi ákvað ég að gera viðsnúning á svefnvenjum mínum og vakna kl. 9 í morgunn. Það tókst líka svona ljómandi vel og vaknaði ég kl hálfeitt eftir hádegi og rétt náði ég að mæta í fyrirlestur kl 1400. Á morgunn verður aftur reynt.

Meira síðar
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?