<$BlogRSDUrl$> Teljari

föstudagur, janúar 30, 2004

Ég hef hafið líkamsræktarátak.

Það lýsir sér í því að ég þarf að borga 10.000 kall 29. febrúar til vinar míns sem hefur það sér til ágætis að finnast bloggið mitt vera afskaplega leiðinlegt, ef ég léttist ekki um 5 kíló fyrir þann dag.

Er því hættur að drekka kók og borða nammi og hrikalega feitan mat og nærist nær eingöngu á skyri og gulrótum. Sem er fínt. Um helgina hef ég síðan langhlaup aftur, en ég er líka búin að veðja við annan vin minn um að taka þátt í hálfmaraþoni á sumri komanda hér í Reykjavík svo það er víst ágætt að byrja að byggja upp þol tímanlega.

Eftir að hafa horft á Dr. Phil sem lagði mikla áherzlu á að rugla ekki saman líkamsímynd og sjálfsímynd tel ég mig vera færan í flestan sjó og undirbúin fyrir þetta átak andlega.

Fátt er skemmtilegra en að hlaupa 10 km. með blæðandi geirvörtur og harðsperrur eða lyfta og pumpa þangað til eitthvað brestur.


|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Það væri óskandi að þeir góðu menn sem mælt með niðurskurði á Landsspítala dyttu ofan í skurð eða misstu framan af fingri til þess að þeir fengju að finna sjálfir, á eigin skrokki, fyrir minni þjónustu og verri.

Sjáum til hvort þeir kyrjuðu með stjórnmálamönum þá um að þetta þyrfti að gera.

Það kalla ég poetic justice.

|
Helgin er búin og ég hef ekki hugmynd um hvað varð af henni. Eftir standa aðeins glefsur úr hversdagslífinu og brot sem erfitt er að koma saman í eina heildstæða mynd. Jú ég fór í útskriftarveislu og í bíó og las einhvern djöfulinn. Því sem koma átti fyrir kattarnef er-óvænt kannski-er enn ólokið svo ég get hafið nýjan darraðardans og loforð um að gera hitt og þetta í komandi vinnuviku.

Feigum verður ekki forðað-og mér þá kannski ekki heldur.

Setning vikunnar: ,,Það þarf enginn lögfræðingur að skoða þetta eða lesa yfir, þetta er bara mín viðskiptaákvörðun" ( ónefndur viðskiptafræðingur mælti svo í vikunni)
|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Fögur fyrirheit nýs árs.

-Verða skipulagðari
-lesa meira
-Nota meira almenningssamgöngur en ekki forðast þær eins og pestina
-drekka minna
-læra meira í skólanum
-slappa meira af
-gefa sér tíma til þess að sinna praktískum hlutum í hversdagslífinu
-hlaupa hálfmaraþon í ágúst
-synda meira
-hætta að drekka gos
-borða bara skyr og gulrætur
-passa sig á því að eignast ekki fleiri lausaleiksbörn á þessu ári
-fara meira í guðsþjónustur
-sinna fjölskyldunni meira
-vera betri við Gústa
-hætta að eipa á fólk í glasi
-hætta að hrekkja fólk í glasi
-hætta kannski að fá sér í glas
-minnka kaldhæðnina
-ástunda meira pólitíska rétthugsun í hugsun og tali
-vera betri við Líndal
-reyna að finna mannvininn í mér einhvers staðar
-gefa til góðgerðarmála
-hefja ritun ævisögu minnar
-hugsa fallega um alla sem minna mega sín í heiminum
-stúdera fjölgreindarkenninguna og heillast af henni


Einmitt....lítið mál þetta.

|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

1. bréf frá Reykjavík!

Er kominn aftur heim og mun blogga eins og brjálæðingur næstu dægur og vikur.

Fylgist spennt með.

arika
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?