<$BlogRSDUrl$> Teljari

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ég hef verið í blogghléi upp á síðkastið, það hefur bara verið alltof mikið að gera í vinunni, að þegar maður kemst loksins út hefur maður bara  ekki andlega krafta til þess að þvaðra og blaðra um lífið og tilveruna.

Lítið og fátt að frétta.  Um fréttnæmt efni og fyndið vísa ég til  færslu sérans þann 27. júlí

En nú verður gerð bragarbót hér á og uppfærður listi yfir afrek mín þetta vorið og  sumarið:

1. Fór til Danmerkur í maí. 
2. Varð ( ásamt fimm öðrum!) Norðurlandameistari í málflutningi. 
3. Fann Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfum mér.
4. Mætti fáránlega overdressed á fimm ára Reunion.  Var greinilega ú þeirri lögvillu að mér hefði annað hvort verið boðið á  árshátíð starfsmanna breska stjórnarráðsins eða í tvífarakeppni Björgólfanna.
5.  Mætti í 6 útskriftarveislur þann 24. júlí sl. og eina móttöku.
6. Fór loksins á fyllerí með séranum-og stakk hann af síðla nætur.  Dejavu sem sagt!
7. Hef aðeins farið þrisvar í bærinn að skemmta mér-enda fátt þar að finna
8. Fór í eitt brúðkaup og varð ekki ofurdrukkinn.
9. Flokkaði atkvæði í forsetakosningunum.
10. Flokkaði sokkana mína.
11. Er búinn að eyða þremur vinnuvikum samtals í umræður um fjölmiðlafrumvarpið-guði sé lof að þessari umræðu er lokið.

 
Svo mörg voru þau orð

 


|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ég held að það sé ekki hægt að komast lengra í endemisvitleysu og útúrsnúningi á stjórnarskrá en hér er gert.

Stjórnarskrá mælir fyrir um ríkiskirkju, er það í samræmi við trúfrelsi sem hún boðar líka, í jafnræðisreglunni er gert ráð fyrir mismunun, friðhelgi eignarréttar má skerða með almennum takmörkunum, friðhelgi einkalífsins er meginregla sem þó má komast fram hjá og svo framvegis.

Þegar rætt er um 26. gr STSKR er líkt og sumir lögspekingar setji upp júridískan lepp fyrir augað þegar fræðigreininina lögfræði ber fyrir auga. Pólitískar skoðanir manna bera rökbundnar lögfræðilegar niðurstöður ofurliði.

Í stað þess að skýla sér-eins og þjófur á nóttu-bak við lögskýringar og lögfræðina þegar rökin byggjast á pólitískum grunni, eiga menn að sýna lögfræði sem fræðigrein þá viðingu að sökum þess að þeim hugnast ekki málskotsréttur forseta, hvort sem er vegna pólitískra skoðana eða stundarhagsmuna, að blanda JURA ekki í málið.

Grein, svo sem ég visa hér til hér að ofan, verður því að flokka sem lögfræðilega óskhyggju af verstu gerð.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?