<$BlogRSDUrl$> Teljari

föstudagur, ágúst 13, 2004

Jónas frá Hriflu reikar um á netinu.

|

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Í gær að staðartíma tilkynnti ungfrú Helga Árnadóttir um framboð sitt í embætti formanns Heimdallar og opnaði vefsetur um framboðið.
Ég er búinn að þekkja Helgu öldum saman. 1988 bar fundum okkar fyrst saman um svipað leyti og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá völdum og vinstri stjórn Denna tók við. Ég man þó ekki eftir að Helga hefði fjallað um það sérstaklega, eða verið súr yfir auknum skattaálögum og grútarbræðsluhagfræði Ólafs Ragnars.
Skömmu síðar, eða á bolludaginn 1989, sló Helga hins vegar í gegn í kvöldfréttatíma sjónvarps ríksins, þar sem Helgi H. Jónsson átti við hina viðtal um heimabakaðar bollur sem hún kom með í skólann í tilefni þessa merkisdags. Við hinir minni spámenn sáumst hins vegar aðeins í fjarska með stór hvít krókódíla-gleraugu!
Síðan eru liðin mörg ár böðuð hvítvínsmóðu, heitum deilum um hlutverk ríkisútvarpsins og Heiðar, einkavæðingarfasa gangstéttanna, serenaða í NY, og Vodka Tonic á Mercer.
Helga er mikill mannasættir og frábær í samstarfi. Það er kostur sem mun nýtast henni vel í komandi baráttu.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?